Brimmyndir,hrikalegar snjómyndir og konur
Fjársjóður Sigurgeirs sýndur í Visku
24.02.2016Á sunnudeginum var boðið til ljósmyndaveislu Sigurgeirs Jónassonar í nýju húsnæði Visku við Strandveg. Það mættu um 100 manns og salurinn því þétt skipaður, enda Sigurgeir þekktasti ljósmyndari Eyjanna, ef ekki landsins alls. Honum til aðstoðar voru Arnar Sigurmundsson sem er gangandi alfræðibók um sögu Vestmannaeyja og Kári Bjarnason sem hefur unnið mikið starf með Sigurgeiri að því að taka saman myndasýningar. Þetta þríeyki smellur greinilega vel saman.
Hér má sjá umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Skanni_20160315%20(3)(1).jpg