Minningin lifir

19.01.2016
 Dagskrá komandi helgi 22.-23. janúar 2016

 

SAFNAHÚS

Föstudagurinn 22. janúar, Einarsstofa kl. 11-12.

Landsleiknum Allirlesa.is, sem er haldinn á tveggja ára fresti, ýtt úr vör í Safnahúsinu. Ástæðan er að Vestmannaeyjar urðu hlutskörpust síðast í keppni sveitarfélaga.

Síðasti sýningardagur Álfabókasýningar  Guðlaugs Arasonar.

 

Laugardagurinn 23. janúar, Einarsstofa kl. 14-17.

Ásmundur Friðriksson alþingismaður opnar málverkasýningu í tilefni af 60 ára afmæli sínu.

 

SAGNHEIMAR

Laugardagurinn 23. janúar, opið kl. 13-16.

 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri kynnir vinnu við viðbragðs- og rýmingaráætlun fyrir Vestmannaeyjar vegna eldgoss og annarra hamfara.

SÆHEIMAR

Laugardagurinn 23. janúar, opið kl. 13-16.

Myndlistasýning Gunnars Júlíussonar „Hvorki fugl né fiskur“. Síðasta sýningarhelgi.

 

ELDHEIMAR  

Laugardagurinn 23. janúar kl. 20:30-22.

Minningin lifir – dagskrá í tali og tónum.

 

Meðal efnis:

Tónlistaratriði: Björgvin og Bergþóra nemendur Tónlistarskólans.

Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna. Fjallar um söguna á bak við aðkomu Bandaríkjanna að hraunkælingunni.

Gísli Pálsson prófessor. „Þorbjörn Sigurgeirsson og baráttan við hraunið“.

Hallgrímur Tryggvason segir frá björgunarstörfum og öðru markverðu í Eyjum í gosinu.

Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu rifjar upp gosnóttina.

Helga og Arnór taka nokkur vinsæl lög frá milligosatímabilinu.