Hreykinn yfir því að fá nú tækifæri til að efhenda Vestmannaeyjingum safnið til eignar.

Forsætisráðherra kom færandi hendi

13.01.2016
 Allir landsmenn þekkja skopmyndir Sigmunds Jóhannssonar sem birtust í Morgunblaðinu nánast á hverjum degi í yfir fjörutíu ár eða frá 25. febrúar 1964 til 9. október 2008. Í desember 2004 keypti forsætisráðuneytið safn Sigmunds og afhenti það Vestmannaeyjabæ til varðveislu, alls um 10.000 myndir. Frá þeim tíma hefur það verið vistað í Safnahúsinu. Árið 2009 var lokið við að birta myndirnar á vefsvæðinu sigmund.is.                                                                                             
     
 Síðustu helgi kom forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , til Eyja og gaf Vestmannaeyjabæ Sigmundsafnið . Á sunnudaginn 10. janúar var haldin látlaus en virðuleg athöfn í Sagnheimum, byggasafni.
 
 
Hér má sjá umfjöllun Eyjafrétta.