Oft er erfitt að átta sig á honum og hann á það til að villla um fyrir fólki af ásettu ráði

Þórður Ben Sveinsson er margir menn þ.á.m.þ ólíkindatól og æringi

06.01.2016
 Þann 3. desember sl. hélt  listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson upp á 70 ára afmæli sitt en hann hefur verið búsettur í Hollandi um árabil. Veturinn 1969 dvaldi Þórður í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu sinni og kenndi við Myndlistaskólann. Þá um vorið setti hann á svið gjörning í Akógeshúsinu og varð sá flutningur til að hrella marga.
 Nokkrir vinir Þórðar, frændur og velunnarar minntust þessara tímamóta með því að setja upp sýningu með verkum hans í Safnahúsinu þann 19. nóvember. Auk þess sem á afmælisdaginn sjálfan flutti Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, erindi í Safnahúsinu um verk og listferil Þórðar og gjörningurinn var rifjaður upp. En við opnun sýningarinnar þann 19. nóvember, sögðu þrír Eyjamenn frá kynnum sínum af Þórði. Það voru þeir Jóhann Jónsson (listó) sem var nemandi Þórðar á sínum tíma og sérlegur aðstoðamaður hans við gjörninginn, Andrés Sigurmundsson sem einnig var nemandi Þórðar og lýsti gjörningnum fyrir sýningargestum og svo Sigurgeir Jónsson sem veturinn 1969 tók eftirminnilegt viðtal við Þórð og birtist það í Fylki.  
 
Hér má sjá skemmtilega umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Skanni_20160106%20(4).jpg
                                                                                skrar/file/Skanni_20160106%20(5).jpg
                                                                                skrar/file/Skanni_20160106%20(6).jpg