Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar í Einarsstofu

09.12.2015
Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar, Sigga í Vatnsdal, stendur nú yfir í Einarsstofu. Sem skemmtileg viðbót við sýninguna verða dagana 28.-30. desember sýndar lifandi myndir í samfelldu rennsli allan daginn. Um er að ræða myndir sem Sigurður tók í upphafi gossins og því um stórmerkilegar heimildir að ræða. Hér fylgja með hugleiðingar Sigurðar um tilurð myndarinnar.