Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar í Einarsstofu
09.12.2015Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar, Sigga í Vatnsdal, stendur nú yfir í Einarsstofu. Sem skemmtileg viðbót við sýninguna verða dagana 28.-30. desember sýndar lifandi myndir í samfelldu rennsli allan daginn. Um er að ræða myndir sem Sigurður tók í upphafi gossins og því um stórmerkilegar heimildir að ræða. Hér fylgja með hugleiðingar Sigurðar um tilurð myndarinnar.
Snemma morguns hinn 23. janúar 1973, var ég á leið til vinnu er ég heyrði í útvarpinu að gos væri hafið í Vestmannaeyjum. Ég brá mér heim og náði í 16mm kvikmyndatökuvél sem ég hafði átt í nokkur ár. Ég vakti ekki konu mina, en náði í vélina ásamt fæti hennar, sem var mér nauðsynlegur við kvikmyndun.
Ég ók út á flugvöll, að skrifstofu Björns Pálssonar og lagði þar bílnum í stæði. Í sömu mund kom Björn þar að. Ég gekk til hans, heilsaði honum, og spurði um flug til Eyja. Hann var hljóður og bað mig að bíða í smá stund. Skömmu síðar óku að tveir fréttamenn, annar íslenskur og hinn norskur. Var brátt gengið út að flugvélinni og Björn benti mér á að koma. Hann benti mér á sætið við hlið sér og sagði: "hér er sæti fyrir þig, gjörðu og svo vel". Við vorum brátt komnir á flug til gosstöðvanna í Vestmannaeyjum.
Þegar við komum inn yfir Heimaey blasti við gossprunga á milli Urðavita og Stakkabótar. Björn spurði hvort einhver hefði áhuga á að lenda. Ég sagði "já"!! Ég tók dót mitt og hóf göngu austur með Helgafelli. Björn snéri vélinni út á brautina og var hún brátt horfin.
Ég gekk austur að gossprungunni. Smá spölur var frá henni að hömrunum við Stakkabót, svo unnt var að ganga þar austur fyrir gosið. Leið mín lá niður með Helgafelli. Gossprungan var að rótum fellsins. Ég lagðist í brekku þess og undraðist kraft eldstöðvarinnar því jörðin nötraði bókstaflega. Gosstrókarnir þeyttu glóandi bergkvikunni hátt í loft upp. Ég kvikmyndaði niður eftir þeim að húsunum er voru við Kirkjubæ. Þar fyrir handan var Elliðaey.
Ég hóf nú göngu mína meðfram svörtu vikurdyngjunum sem eldstrókarnir hlóðu upp og stansaði við Kirkjuból. Myndaði ég þar húsið, dökku dyngjurnar og eldstróka fyrir handan húsið. Þarna í þessu risi bjó Þórður Sveinsson bróðir móður minnar með konu sinni Elínu Jónsdóttur. Þetta kom upp í huga minn er ég myndaði húsið með þessari orkumiklu eldstöð fyrir handan það.
Rölti ég nú meðfram sprungunni til sjávar. Hún var virk úti í sjónum. Þar gaus upp svörtum vikurstrókum um það bil 50 til 70 metra háum. Hin stórgrýtta fjara sem þarna hafði verið, var nú þakin svörtum heitum sandi.
Ég gekk til baka. Nokkuð ofan við byggðina var orkan í gosinu kröftugust. Takturinn þar var sem hjartsláttur jarðar. Engan hef ég séð til þessa við kvikmyndun hér við gosið, þar til nú að kominn er Vilhjálmur Knudsen með föður sínum. Ég gekk suður fyrir gossprunguna að björgunum við Stakkabót, svo til baka upp í brekku Helgafells nokkru ofar en áður og fékk yfirsýn yfir eldsprunguna.
Dagur leið og um klukkan fjögur fór að rökkva. Ég fór ofan að höfninni þar sem ég fann varðskip. Þar var mér vel tekið og í kyrrðinni við Ystaklett sigldi skipið með klettinum, út víkina um Faxasund, til Þorlákshafnar.
Þegar heim kom var spurt: "hvar hefur þú verið í allan dag, ég hef verið að leita að þér?" "Það er ekki von að þú hafir ekki fundið mig, ég var við gosstöðvarnar í Eyjum í allan dag", svaraði ég konu minni.
Ég ók út á flugvöll, að skrifstofu Björns Pálssonar og lagði þar bílnum í stæði. Í sömu mund kom Björn þar að. Ég gekk til hans, heilsaði honum, og spurði um flug til Eyja. Hann var hljóður og bað mig að bíða í smá stund. Skömmu síðar óku að tveir fréttamenn, annar íslenskur og hinn norskur. Var brátt gengið út að flugvélinni og Björn benti mér á að koma. Hann benti mér á sætið við hlið sér og sagði: "hér er sæti fyrir þig, gjörðu og svo vel". Við vorum brátt komnir á flug til gosstöðvanna í Vestmannaeyjum.
Þegar við komum inn yfir Heimaey blasti við gossprunga á milli Urðavita og Stakkabótar. Björn spurði hvort einhver hefði áhuga á að lenda. Ég sagði "já"!! Ég tók dót mitt og hóf göngu austur með Helgafelli. Björn snéri vélinni út á brautina og var hún brátt horfin.
Ég gekk austur að gossprungunni. Smá spölur var frá henni að hömrunum við Stakkabót, svo unnt var að ganga þar austur fyrir gosið. Leið mín lá niður með Helgafelli. Gossprungan var að rótum fellsins. Ég lagðist í brekku þess og undraðist kraft eldstöðvarinnar því jörðin nötraði bókstaflega. Gosstrókarnir þeyttu glóandi bergkvikunni hátt í loft upp. Ég kvikmyndaði niður eftir þeim að húsunum er voru við Kirkjubæ. Þar fyrir handan var Elliðaey.
Ég hóf nú göngu mína meðfram svörtu vikurdyngjunum sem eldstrókarnir hlóðu upp og stansaði við Kirkjuból. Myndaði ég þar húsið, dökku dyngjurnar og eldstróka fyrir handan húsið. Þarna í þessu risi bjó Þórður Sveinsson bróðir móður minnar með konu sinni Elínu Jónsdóttur. Þetta kom upp í huga minn er ég myndaði húsið með þessari orkumiklu eldstöð fyrir handan það.
Rölti ég nú meðfram sprungunni til sjávar. Hún var virk úti í sjónum. Þar gaus upp svörtum vikurstrókum um það bil 50 til 70 metra háum. Hin stórgrýtta fjara sem þarna hafði verið, var nú þakin svörtum heitum sandi.
Ég gekk til baka. Nokkuð ofan við byggðina var orkan í gosinu kröftugust. Takturinn þar var sem hjartsláttur jarðar. Engan hef ég séð til þessa við kvikmyndun hér við gosið, þar til nú að kominn er Vilhjálmur Knudsen með föður sínum. Ég gekk suður fyrir gossprunguna að björgunum við Stakkabót, svo til baka upp í brekku Helgafells nokkru ofar en áður og fékk yfirsýn yfir eldsprunguna.
Dagur leið og um klukkan fjögur fór að rökkva. Ég fór ofan að höfninni þar sem ég fann varðskip. Þar var mér vel tekið og í kyrrðinni við Ystaklett sigldi skipið með klettinum, út víkina um Faxasund, til Þorlákshafnar.
Þegar heim kom var spurt: "hvar hefur þú verið í allan dag, ég hef verið að leita að þér?" "Það er ekki von að þú hafir ekki fundið mig, ég var við gosstöðvarnar í Eyjum í allan dag", svaraði ég konu minni.
Sá umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Umfjallanir%20%C3%BAr%20Eyjafr%C3%A9ttum/Skanni_20151216.jpg