Lýstu þar athyglisverðum listamanni sem skók Eyjarnar

Þórðarvaka Ben Sveinssonar

02.12.2015
 Gjörningurinn Gúmmífrelsi í Akóges 9. mars 1969 er enn í minnum hafður.
Spennandi fyrirlestur Aðalsteins Ingólfssonar og sögustund Jóa Listó og Andrésar bakara á morgun.
Tilefnið var að Þórður verður sjötugur á morgun, fimmtudaginn 3. desember.  Á veggjum eru nokkur verk eftir Þórð og annað efni sem tengist veru hans hér. Sjálfur var listamaðurinn ekki viðstaddur  en frændi hans, Sigurður Jóhann 'Olafs frá Nýjabæ las kveðju frá Þóri sem býr í Hollandi.
 Andrés sýndi leikræna tilburði í lýsingum sínum af gjörningnum sem komið var fyrir í boxhring í miðju salarins í Akóges þar sem stór óaðgerur þorskur var í stóru hlutverki. Einnig sagði Andrés frá tónlistinni sem flutt var og var spiluð eins hátt og hljómflutningstækin leyfðu. Var hún tekin af segulbandi þar sem klippt var saman lag eftir bítlana, íslensk sjómannalag og verk eftir Bach.  Jói hafði tekið saman lista yfir það sem Þórður notaðist við í gjörningnum og þar var margt skrýtið að finna.