Súpuafmæli um Þórð Ben. Sveinsson í Einarsstofu á morgun fimmtudag kl 12-13

02.12.2015
 Súpuafmæli um Þórð Ben. Sveinsson í Einarsstofu á morgun, fimmtudag kl. 12-13.
 
Á morgun, fimmtudaginn 3. desember kl. 12-13 munu Listvinir Safnahúss efna til afmælisdagskrár í Einarsstofu um Þórð Ben. Sveinsson í tilefni af 70 ára afmæli listamannsins. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur mun flytja erindið: Gúmmífrelsisþrá – Hugleiðingar um Þórð Ben sjötugan. Jói Listó og Andrés bakari munu standa fyrir sögustund um forsögu og eftirmála gjörningsins 1969.
 
 
Dagkránni verður lokið kl. 13.
 
 
 
Kári Bjarnason
Forstöðumaður Safnahúss
Safnahúsinu við Ráðhúströð
900 Vestmannaeyjum