Safnahelgi. Landið mitt ljóðið mitt. Ógleymanleg stund.

18.11.2015
 Sjö kjarnakonur frá Póllandi,Tælandi,Sviss, Brasilíu, Úkraníu, Englandi og Danmörku.
Halda fast í upprunann er eru í dag ekki síðri Íslendingar en við hin.
 Í Vestmannaeyjum eru 263 íbúar með lögheimili og hafa erlent ríkisfang. Alls koma þeir frá 31 landi, flestir frá Póllandi eða 143, 12 koma frá Portúgal, 11 frá Danmörku, 11 frá Bretlandi og síðan færri frá öðrum löndum. Þetta kom fram í upphafsorðum Helgu Hallbergsdóttur, forstöðumanns Sagnheima þegar hún ávarpaði gesti og kynnti til leiks konurnar á Landið mitt - ljóðið mitt.  Dagskrá Safnahelgar, sem var í Safnhúsi á laugardaginn. Var húsfyllir og varð þetta ógleymanleg stund.