Til þess var það of skemmtilegt og sú stemming verður ekki endurtekin með neinu móti.

Hrekkhjalómafélagið verður ekki, frekar en hrekkirnir, endurtekið eða endurvakið.

18.11.2015
" Ég hef lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að skrifa bók um Hrekkjalómafélagið í Eyjum", sagði Ásmundur Friðriksson alþingismaður þegar Fréttir slógu á þráðinn til hans og spurðum hann um nýju bókina sem hann var að senda frá sér. Bókin heitir Hrekkjalómafélagið , Prakkarastrik og púðurkerlingar.
 Bókina tileinkar Ásmundur þremur Hrekkjalómum sem létust allir langt fyrir aldur fram en þeir eru Georg Þór Kristjánsson , Logi Snædal Jónsson og Guðjón Róbert Sigurmundsson.
Ásmundur segir að allt svona sprell og gleði taki enda og eðlilega eftir 20 ár af endalausum hugmyndum og framkvæmdum þeirra.  Við áttum í raun ekkert eftir til að hrekkja og við vorum búnir að klára hrekkjalómakvótann.