Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Safnahelgi.

18.11.2015
 Safnahelgi 2015 stóð undir nafni, bæði hvað varðar fjölbreytta og athyglisverða dagskrá.. Hátíðin stóð frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Gat fólk valið um að sækja tónleika, sýningar og frásagnir frá tíma sem var.  Sumir létu sér ekki muna um að sækja þetta allt og höfðu því í mörg horn að líta um helgina.  Það átti í raun enginn að þurfa að láta sér leiðast þessa helgi, fjölbreytnin var það mikil og atriðin hvert öðru betra. Aðsókn hefur aldrei verið meiri frá því hátíðinni var hleypt af strokkunum árið 2004.