Hrein ráðgáta hvernig ung Eyjastúlka fékk áhuga á myndlist

Safnahúsið fékk málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur

17.11.2015
 Í upphafi tuttugustu aldar var ekki sjálfgefið að ungar stúlkur héldu til náms í Kaupmannahöfn, sagði Vilhjálmur Bjarnason sem var meðal þeirra sem stóðu að söfnun fyrir verkinu
 Málverk Júlíönu Sveinsdóttur sem Safnahúsið fékk afhent á föstudaginn frá nokkrum velunnurum sínum er kærkomin vðibót við eignir safnsins. Það var Arnar Sigurmundsson sem afhenti málverkið og flutti ræðu um listmálarann Júlíönu Sveinsdóttur í forföllum Vilhjálms Bjarnasonar, alþingismanns og fyrrum útibússtjóra í Eyjum sem var einn þeirra sem hafði forgöngu í að safna fyrir myndinni.