Öflugar Eyjakonur og farandssýning Kvenréttindafélags Íslands.

02.09.2015
 Á sunnudaginn 6. september nk. verður boðið upp á dagskrá þar sem minnst verður tveggja atorkukvenna úr Eyjum, Kristínar Magnúsdóttur (1859-1938) og Unu Jónsdóttur (1878-1960). Dagskránni lýkur með því að opnuð verður farandssýning Kvennréttindafélags Íslands: Veggir úr sögu kvenna. Dagskráin er haldin í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi.

Dagskráin hefst kl. 13:30 í kirkjugarði Landakirkju þar sem blóm verða lögð á leiði Kristínar og Unu og jafnframt verður nýr steinn afhjúpaður við leiði Unu. Dagskránni verður framhaldið kl. 14:30 í Einarsstofu í Safnahúsi. 

 ·         13:30 Hist við austurinngang kirkjugarðsins við Túngötu. Kristínar og Unu minnst.

 

·         14:30 Dagskrá í Einarsstofu

·         Páll Halldórsson varaformaður BHM og langömmubarn Unu: Skáldið og grasakonan.

Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og langömmubarn Kristínar: En amma hafði á öldunni gát.

·         Kristín Ástgeirsdóttir opnar farandssýningu Kvenréttindafélags Íslands: Veggir úr sögu kvenna.

·         Unnur Arndísardóttir og Jón Tryggvi Unnarsson flytja tónlist.

 

Kaffi og meðlæti á borðum.

 

Eftirtaldir aðilar hafa styrkt verkefnið og dagskrána:

Kvenréttindafélag Íslands, Safnaráð, Sparisjóður Vestmannaeyja, Landakirkja, Miðstöðin, Vestmannaeyjabær.

 

 

Allir hjartanlega velkomnir.