Listasafn Vestmannaeyja fær að gjöf fjölda teikninga eftir Árna Finnbogason frá Norðurgarði.
02.09.2015 Berglind Eyjólfsdóttir hafði samband við Listasafn Vestmannaeyja 13. júlí sl. Tjáði hún forstöðumanni að í fórum hennar væru 20 teikningar eftir Árna Finnbogason frá Norðurgarði (1893-1992). Væru myndinar allar úr eigu föður hennar Eyjólfs Jónssonar sundkappa en þeir Árni voru mikli vinir alla tíð. Berglind gat þess að það væri sér sérstök ánægja að afhenda myndirnar einmitt þennan dag, því 13. júlí árið 1959 hefði faðir sinn synt hið fræga sund frá Eyjum yfir í Landeyjar, ekki langt þaðan sem Herjólfur leggur að nú að þegar leiði gefst.
Teikningarnar eru flestar af húsum og umhverfi sem nú er horfið og gríðarlegur fengur að þessu mikla safni. Ætlunin er að halda sýningu á verkunum á næsta ári í samstarfi við Berglindi og aðra þá sem vilja minnast Árna Finnbogasonar.
Á myndinni sem hér fylgir má sjá hluta af safninu. Með Berglindi var í för dóttir hennar, Katrín Dagmar Jónsdóttir.
Fyrir hönd Listasafns Vestmannaeyja vil ég þakka hjartanlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Kári Bjarnason