Stórt verk þar sem kaflar úr sögu Eyjanna mynda umgjörð um mynd af ungri konu í sjóstakk sem heldur á stórum þorski

Vestmannaeyjar eru áberandi viðfangsefni á sýningunni

08.07.2015
 Kjuregej Alexandra Árgúnova verður með sýningu á verkum sínum í Einarsstofu Goslokahelgina frá 3. til 13. júlí. Þar sýnir hún 24 verk , bæði application og mósaíkmyndir.  Sýningar Kjuregej eru orðnar fjölmargar bæði hér á landi og erlendis. Verk listakonunnar er víða að finna í opinberum söfnum og stofnunum hér á landi og erlendis.
 Textíverkin eru stór í sniðum og þar fær litagleðin og efnistilfinning að njóta sín þar sem mismunandi efnisbútar eru felldir saman. Ólíkt því sem algengast er þegar unnið er með þessari tækni virka margar af myndum Kjuregej allt að því málerískar því hún lætur sér ekki nægja að marka fletina í myndefninu heldur teiknar fram litbrigði og skuggaspil með því að fella saman litatóna og byggir þannig upp tilfinningu fyrir viðfangsefninu sem er bæði raunsæ og kvik.