Tjáð af ástríðu mikillar þekkingar og einlægri ást
Örlagasaga Guðríðar og Hallgríms í flutningi Steinunnar
08.07.2015" Hvort heldur áhorfendur þekktu vel eða illa til sögu Guðríðar og Hallgríms var ekki annað hægt en að hrífast með og vilja fræðast
Tyrkjaránið 1627 er einn ægilegasti atburður í sögu Vestmannaeyja er 242 Eyja-menn og -konur voru flutt nauðug sem þrælar alla leið til Alsír. Að undanskldum prestinum Ólafi Egilssyni er ritaði Reisubók um ferðina suður og lausn sína ári síðar eru flestir einstaklinganna gleymdir og óþekktir. Þar er þó ein mikilvæg undantekning á . Guðríður Símonardóttir er ein fárra sem sneri aftur og sú eina sem aldrei hefur gleymst .
Tvær ástæður eru þar til: Önnur er sú að Guðríður giftist mesta skáldi Íslands Hallgrími Péturssyni.
Hin ástæðan er Steinunn Jóhannesdóttir sem árið 2001 gaf út Reisubók Guðríðar Símonardóttur.