Kjuregej Alexandra Argúnova í Einarsstofu um Goslok

30.06.2015
 Á föstudaginn, 3. júlí kl. 17 bjóða Listvinir Safnahúss til  veislu  er sýningin „Lofsyngjum jörðina“ verður opnuð. Þar sýnir Alexandra nýjar og nýlegar myndir sínar, þar á meðal höfuðverkið Verndari Vestmannaeyja. Er Vestmannaeyingjum og gestum hjartanlega boðið að vera við við opnun eða líta við á öðrum sýningartíma. 
 
 
 
Sýningin stendur fram til 13. júlí og verður opin alla daga kl. 10-17.