Nýlokið er sýningu Laufeyjar Konnýjar Guðjónsdóttur í Einarsstofu í Safnahúsi

Konný sýnir á sér nýja hlið sem listamaður

25.06.2015
 Í allt sýndi Konný um 40 myndir, mest  olíumálverk á striga en þarna var líka að finna nokkrar kolateikningar. Er þetta fyrsta sýning Konnýjar sem einnig hefur vakið athygli sem ljósmyndari.
 Konný hefur næmt auga fyrir formum eins og kemur svo vel fram í ljósmyndum hennar.  Með þessu skrefi er hún að hasla sér völl á nýjum vettvangi og þessi fyrsta sýning hennar lofar góðu.