Nóg að gera í dag í Safnahúsinu

27.11.2014
  • Saga og súpa í Sagnheimum, byggðasafni 
  • Opnun Kjarvalssýningar í Einarsstofu 
  • Ljósmyndasýning í Ingólfsstofu
Í dag, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12-13 mun Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, flytja erindi um Vestmannaeyjar sem myndefni og kynna jafnframt hugmynd sína um úrvalsbók með listaverkum sem hafa Vestmannaeyjar að viðfangsefni. Þá mun hann að lokum opna nýja sýningu á Kjarvalsverkum í Einarsstofu. Dagskráin hefst í Sagnheimum, byggðasafni og færist síðan niður í Einarsstofu.
Sýningin á Kjarvalsverkunum verður aðeins opin frá fimmtudegi til sunnudags, á opnunar
tíma safnanna virku dagana og kl. 13-16 laugardag og sunnudag.
Í Ingólfsstofu er svo hin vikulega ljósmyndasýning þar sem margir góðir og klárir Vestmannaeyingar aðstoða starfsfólk Ljósmyndasafns Vestmannaeyja við að bera kennsl á myndefni úr safninu.