Mikið um að vera í Safnahúsinu

16.10.2014
Veistu hver ég er? Ljósmyndasýning í Ingólfsstofu fimmtudag kl. 14-16 
Opnun ljósmyndasýningar Gunnars Inga Gíslasonar í Einarsstofu fimmtudag kl. 17-19
Bæjarstjórnarfundur í Sagnheimum fimmtudag kl. 18
Spítalasaga: Málþing í Sagnheimum, byggðasafni sunnudaginn 19. október kl. 13:30 - 15:30 
  • Í dag er hefðbundinn ljósmyndadagur og verður að þessu sinni sýnt úr safni Óskars Björgvinssonar. Við sýnum inn á Ingólfsstofu, lesstofunni okkar, kl. 14-16. Kaffi á boðstólnum. Jafnframt er minnt á að fimmtudaginn 30. okt. munum við sýna áður óþekktar myndir eftir Gísla Friðrik Johnsen. Nánar um það síðar.  Með bestu kveðjum úr Ljósmyndasafni Vestmannaeyja
 
  • Í dag, fimmtudaginn 16. okt. kl. 17-19, opnar Gunnar Ingi Gíslason ljósmyndasýningu sína í Einarsstofu í Safnahúsi. Um er að ræða fyrstu einkasýningu Gunnars Inga og er hún sölusýning.  Gunnar Ingi er í ítarlegu viðtali við Fréttir í tilefni þessa og má sjá það hér.
         Sýningin stendur til 30. okt. Opnunartími er mán-fim.: 10-18; fös.: 10-17;                  lau.: 11-16 og sun.:13-16.  Allir hjartanlega velkomnir.
 
 
  • Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag í Safnahúsi Vestmannaeyja og hefst kl. 18. Að þessu sinni verður hann ekki í Einarsstofu heldur í Sagnheimum, 2. hæð. 
         Að venju er fundurinn opinn og allir hjartanlega velkomnir.
 
 
  • Spítalasaga: Málþing í Sagnheimum, byggðasafni sunnudaginn 19. október kl. 13:30-15:30
Stiklað um sögu heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum frá Landlyst til okkar daga með sérstakri áherslu á  störf læknanna.
 
Dagskrá:
 
 
Hjörtur Kristjánsson læknir: Frá Landlyst til Sólhlíðar
Halldór G. Axelsson þróunarstjóri: Halldór Gunnlaugsson, læknir                                                                              Kirkjuhvoli.
Fríða Einarsdóttir ljósmóðir: Faðir minn, Einar Gutt. læknir
Sólveig Bára Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur leiðir skoðunarferð í                                         Sjúkrahús Vestmannaeyja 1928-1973, nú Ráðhús bæjarins.
Kaffi og spjall í Landlyst í ferðalok.
Allir hjartanlega velkomnir!