Bókasafnsdagurinn 2014

11.09.2014
Mánudaginn 8. september s.l. var bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land.
Í tilefni af því fór forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja, Kári Bjarnason, í heimsókn í Grunnskóla Vestmannaeyja - Hamarsskóla. Kári heimsótti 1. - 5. bekk og afhenti öllum börnum nýtt bókasafnsskírteini. Unnið er að því um þessar mundir að efla enn frekar samstarf Bókasafns Vestmannaeyja og Grunnskóla Vestmannaeyja og er það liður í auknu átaki innan skólans í lestri og læsi.
Ef almenningur í Eyjum hefur áhuga á að leggja okkur lið við að efla lestrarmenningu barna í Vestmannaeyjum eða hafi spurningar eða athugasemdir er velkomið að líta við á Bókasafninu eða hafa samband í síma 488-2040.