Afdrif mormóna og lútherskra í Utah

28.08.2014
Ráðstefna í Alþýðuhúsinu kl. 13-15 laugardaginn 30. ágúst 2014.
Rétt er að taka fram að fyrirlestrarnir eru fluttir á ensku.
Dr. Fred Woods prófessor:
Íslensk lútherska í mormónaríkinu.
 
Dr. Mark Mendenhall prófessor:
Langafi sr. Runólfur Runólfsson frá Stóragerði og í Dölum. Fyrirmynd Halldórs Laxness að Þjóðreki biskupi.
 
Ray Valgardson (barnabanr Guðrúnar Soffíu Jónsdóttur frá Elínarhúsum):
Lífið í Utah.
 
Arlene Valgardson Flikkinger (barnabarn Jóhönnu Jónsdóttur, systur Hannesar Lóðs):
Fólkið mitt.
 
Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Tómas Jóhannesson og Kári Bjarnason:
Fjölskyldan sem varð eftir í Vestmannaeyjum -  Hannes og Sesselía.
 
Atli Ásmundsson:
Ættarbönd milli heimsálfanna.
 
Að lokinni ráðstefnu verður gengið yfir í Einarsstofu þar sem sýning um mormóna í Utah verður opnuð. Jafnframt verður boðið í skoðanaferð í Sagnheima, byggðasafn um sögusýningu Íslendinganna sem fluttust til Utah.
 
Allir hjartanlega velkomnir.