Gunnar á Happastöðum í Einarsstofu

14.08.2014
Í tilefni þess að s.l. laugardag, hinn 9. ágúst, voru rétt 100 ár liðin frá fæðingu Gunnars Kristbergs Sigurðssonar minnumst við hans í Einarsstofu með því að taka saman yfirlitssýningu á verkum hans. 
 Flest verkanna eru úr fórum safnsins en auk þeirra var í samráði við fjölskyldu Gunnars fáeinum myndum úr einkaeigu bætt við.
 
Sýningin mun standa fram til 29. ágúst.
Verið hjartanlega velkomin.