Fundagerðabækur Jötuns

24.07.2014
Auglýst er eftir týndum fundagerðabókum Sjómannafélagsins Jötuns frá árunum 1937 - 1945 og 1953 - 1960
 Bókasafn Vestmannaeyja er að skanna fundargerðarbækur Jötuns frá upphafi í tilefni 80 ára afmælis Jötuns þann 24. október n.k. Okkur vantar tvær bækur í safnið. Annarsvegar árin 1937-1945 og 1953-1960 hinsvegar. Okkur þætti vænt um að þessar bækur kæmu í leitirnar. Ef einhver hefur grænan grun um hvar þær eru niðurkomnar vinsamlegast hafið samband við okkur hér á Bókasafninu eða við þá hjá Sjómannafélaginu Jötni.