Tyrkjaránsganga laugardaginn 19. júlí kl. 13
18.07.2014 Í minningu Tyrkjaránsins 1627 er boðið upp á sögugöngu og hefst hún við verslunina Kjarval, Goðahrauni 1.
Staldrað verður við hjá Hundraðsmannahelli, Fiskhellum, Landakirkju, Stakkagerðistúni og endað á Skansinum, þar sem skotið verður úr fallbyssunni.
Ragnar Óskarsson kennari leiðir gönguna og segir frá ýmsum atburðum tengdum Tyrkjaráninu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sögusetur 1627