Saga og súpa í Sagnheimum fimmtudaginn 19. júní kl. 12:00

18.06.2014
Á kvennréttindadaginn mun Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur kynna bók sína "Þær þráðinn spunnu"
 Hún segir frá konum í Eyjum á árunum 1835-1980 sem áttu stóran þátt í að leggja þann velferðargrunn sem við njótum í dag. 
 
Meðal efnistaka í bókinni er Hugrekki, Ekkjur, Ginklofinn, Fórnfýsi, Félagsstörf, Fátækt, Menntun, Uppbygging, Glaðværð, Launajafnrétti, Vinnusemi og Uppeldi.
 
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og eru allir hjartanlega velkomnir.