Uppfærsla á Gegni

22.05.2014
Þessa dagana hefur staðið yfir uppfærsla á Bókasafnskerfinu Gegni sem hefur í för með sér takmarkanir á þeirri þjónustu sem safnið veitir. Til stóð að uppfærslunni yrði lokið í morgun en því miður verður einhver töf á því.
Á meðan á uppfærslunni stendur er Bókasafnið opið og viðskiptavinir geta skilað bókum og fengið nýjar lánaðar en það er ekki hægt að endurnýja þær bækur sem eru heima, ekki er hægt að skoða stöðuna, panta millisafnalán eða leita eftir bókum í kerfinu (starfsfólkið getur þó auðvitað aðstoðað við leit í hillum). Á vef Landskerfa, rekstraraðila Gegnis, stendur:
 
Þessa dagana stendur yfir kerfisleg uppfærsla Gegnis í útgáfu 22. Bókasafnskerfið, þ.e.a.s. starfsmannaðgangur Gegnis, sjálfsafgreiðsluvélar bókasafnanna og leitarvefurinn gegnir.is eru lokuð á meðan á uppfærslunni stendur en kerfið mun verða opnað að nýju fimmtudaginn 22. maí. Það verður hægt að leita á leitir.is en upplýsingar og þjónustur verða takmarkaðar. Þjónustur tengdar innskráningu verða óaðgengilegar, þ.e.a.s. innskráning, millisafnalán, frátektir og endurnýjanir. Einnig verður ekki mögulegt að sjá upplýsingar um staðsetningu og eintök. Kerfisvinnan mun ekki hafa nein áhrif á leitir undir flipanum “Greinar í landsaðgangi” og verður sá aðgangur opinn eftir sem áður.