Ragnar Engilbertsson níræður

15.05.2014
Fyrsti heiðurslistamaður Vestmannaeyja, Ragnar Engilbertsson, er 90 ára í dag. Í tilefni af því opnum við, í Einarsstofu, sýningu á úrvali vatnslitamynda eftir hann. 
Sýningin er opin á opnunartíma Safnahúss fram að Uppstigningardegi.
Um sölusýningu er að ræða og eru allir hjartanlega velkomnir.
 Í tilefni af afmælinu og sýningunni var birt viðtal við listamanninn í Eyjafréttum í dag.