Þrír viðburðir í Safnahúsi
11.04.2014Þátttöku Safnahúss í átakinu Leyndardómar Suðurlands lauk á fimmtudaginn með þremur viðburðum.
Í Sagnheimum - Byggðasafni var Saga og súpa þar sem Ásmundur Friðriksson þingmaður hélt erindi um menningatengda ferðaþjónustu. Milli 30 og 40 manns mættu og nutu súpunnar og erindinsins.
Á Bókasafninu var ljósmyndasýning í Ingólfsstofu eins og alltaf á fimmtudögum. Þar var að þessu sinni sýnd kvikmynd Sigurgeirs Jónassonar og gestir aðstoðuðu við að nafngreina þá einstaklinga sem fyrir komu í myndinni. Þegar því var lokið var haldið áfram við að skrá nöfn einstaklinga úr safni Óskars Björgvinssonar.
Í Einarsstofu var svo opnuð sýning á verkum Kristleifs Magnússonar en það er liður í átaki Listvina Safnahúss við að draga fram Vestmannaeyinga sem hafa verið þekktir í samfélaginu fyrir annað en listsköpun. Sýningin er mjög skemmtilega uppsett og mjög fjölbreytt en þar er einnig varpað ljósi á glæsilegan íþróttaferil Magnúsar.