Leyndardómar Suðurlands í Safnahúsi
24.03.2014Dagana 28. mars – 6. apríl nk. standa ýmis söfn, fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi fyrir sameiginlegu kynningarátaki á þeim gersemum sem svo víða leynast í fjórðungnum. Safnahús Vestmannaeyja tekur virkan þátt í átakinu og verður boðið upp á margvíslegar dagskrár á tímabilinu.
Við hefjum samstarfið degi fyrr eða á fimmtudeginum 27. mars kl. 17. Þann dag opna nemendur úr Myndlistaskóla Steinunnar sýningu á afrakstri námskeiðs hjá Steinunni Einarsdóttur. Fyrr um daginn er boðið upp á hefðbundinn ljósmyndadag Safnahúss á fimmtudeginum 27. mars kl. 13-16.
Við upphaf kynningarátaksins, föstudaginn 28. mars kl. 17, kynnum við samstarfsverkefni Safnahússins við Vöruhúsið. Um er að ræða átak við að bera kennsl á einstaklinga af myndum úr myndasöfnum héðan úr Eyjum sem eru í vörslu ljósmyndasafns Vestmannaeyja. Myndirnar eru skannaðar og settar upp í Vöruhúsinu. Þeir sem telja sig þekkja viðkomandi á mynd eru vinsamlegast beðnir um að rita nöfn þess eða þeirra á blað sem hangir við myndina. Hinir sömu eru jafnframt beðnir um að rita nöfn sín og símanúmer á blaðið svo unnt sé að leita frekari upplýsinga sem og að þakka fyrir aðstoðina!
Einnig bendum við á að á hverjum fimmtudegi kl. 13-16 bjóðum við upp á sérstakan ljósmyndadag í Safnahúsi. Þar sýnum við fjölda mynda af Vestmannaeyingum fyrri tíðar sem ekki hefur tekist að bera óyggjandi kennsl á. Gleðilegt að er að geta þess að í allt að 70-80% tilvika breytast myndirnar úr nafnlausum andlitum í nafngreinda einstaklinga.
Á laugardeginum, 29. mars, kl. 13 drögum við fram í Einarsstofu gleymda kvikmyndabúta úr fórum Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara. Sighvatur Jónsson, útvarpsmaður m.m., hefur endurunnið myndirnar á stafrænt form og gerir stutta grein fyrir myndefninu. Að þessu sinni sýnum við lifandi myndir sem Sigurgeir tók í kringum 1968. Þær sýna nýja hlið á listamanninum og opna óvæntan glugga inn í horfna mannlífsveröld.
Sama dag, laugardaginn 29. mars kl. 14, opnar sýningin Staðlausir stafir í Sagnheimum. Um er að ræða sýningu á samstæðum dýrgripum úr geymslu Sagnheima sem hver segir sína sögu. Einnig verða sýndir ómetanlegir munir úr eigu Júlíönu Sveinsdóttur sem safninu bárust fyrir skömmu frá Danmörku. Niðurstöður rannsókna á skipsklukkunni sem skipverjar á Þórunni Sveinsdóttur VE færðu safninu í desember verða kynntar. Boðið verður upp á kaffi og leiðsögn um sýninguna.
Fimmtudaginn 3. apríl kl. 12 verður Saga og súpa í Sagnheimum. Að þessu sinni mun Ásmundur Friðriksson alþingismaður fjalla um leyndardóma Suðurlands. Sama dag, fimmtudaginn 3. apríl kl. 13-16 er síðan ljósmyndadagur í Ingólfsstofu, þar sem ljósmyndir þekktra sem óþekktra ljósmyndara á síðustu öld verður varpað á vegg. Við lokum deginum og þátttöku Safnahúss að þessu sinni með því að opna sýningu á listaverkum Kristleifs Magnússonar í Einarsstofu, fimmtudaginn 3. apríl kl. 16. Sýningin er liður í átaki Listvina Safnahúss við að draga fram Vestmannaeyinga sem eru þekktir í sögu Eyjanna fyrir allta annað en listsköpun. Sýningin er unnin í samstarfi við fjölskyldu Kristleifs.