Heimsókn
27.02.2014Í janúar fengum við skemmtilega heimsókn en þá komu til okkar krakkarnir af Víkinni - Kirkjugerði.
Krakkarnir skoðuðu byggðasafnið og fengu fræðslu um eldgosið í Vestmannaeyjum og
eins um gamla þjóðhætti frá Helgu Hallbergsdóttur safnstjóra Sagnheima. Kári Bjarnason forstöðumaður bókasafnsins fræddi krakkana um bókasafnið og sýndi þeim húsakynnin. Það þótti sérstaklega skemmtilegt að fá að kíkja í kjallarann en þangað fá aðeins fáir útvaldir að fara. Samkvæmt frétt um heimsóknina á heimasíðu Víkurinnar (http://www.leikskolinn.is/vikinkg/) þótti ferðin einstaklega skemmtileg og fræðandi. Einnig var þjóðhátíðartjaldið og sjóræningjahellirinn vinsælt hjá krökkunum.