Ólíkar ásjónur Ása í eitt hundrað ár
25.02.2014 Hinn 27. febrúar eru rétt 100 ár frá því Ástgeir Kristinn Ólafsson fæddist. Fáir þekkja þó rithöfundinn, ljóðskáldið, lagasmiðinn, vísnasöngvarann, aflakónginn og lífskúnstnerinn undir þessu nafni. Í Safnahúsinu minnumst við Ása með margvíslegum hætti á afmælisárinu.
Á fæðingadegi Ása, 27. febrúar kl. 17:00, bjóðum við upp á dagskrá í Einarsstofu þar sem áherslan er lögð á rithöfundinn Ása.
- Gunnlaugur Ástgeirsson fjallar um föður sinn, rithöfundinn Ása.
- Kári Gunnlaugsson og Ástgeir Ólafsson lesa valda kafla úr bókum afa síns.
- Eyvindur Ingi Steinarsson og Molarnir flytja nokkrar af ógleymanlegum perlum Ása.
Á sama tíma opnum við sýninguna Ólíkar ásjónur Ása, þar sem málverk, teikningar og ljósmyndir af honum er dregnar saman.
Kaffi og konfekt.
Allir hjartanlega velkomnir
Dagskráin er styrkt af Menningarsjóði Sparisjóðsins.