Sýningar í Einarsstofu á fimmtudaginn.

20.01.2014
Fimmtudaginn 23. janúar kl. 17 verða opnaðar tvær sýningar með stuttum ávörpum. 
Sú fyrri er í boði Listvina Safnahúss og að þessu sinni eru sýnd verk eftir Ingólf A. Guðmundsson, betur þekktur sem Ingólfur úrari. Sýningin er unnin í samstarfi við fjölskyldu Ingólfs sem mun verða á staðnum og kynna listamanninn.
 
Í beinu framhaldi verður kynning á fyrirhuguðum Eldheimum og stendur sú sýning fram undir páska. Sýnt verður módel af byggingunni eins og hún mun líta út fullkláruð ásamt myndbandi og veggspjöldum. Margrét Kristín Gunnarsdóttir arkitekt, verður á staðnum og mun fjalla stuttlega um hið nýja safn.
 Allir velkomnir.