Fjölmenni við kynningu á kvikmyndaefni úr Vestmannaeyjum.

14.01.2014
 Í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands vinnur áhugahópur sem kallar sig Vini Árna Árnasonar símritara að skráningu og endurheimt mikils efnis lifandi mynda um Vestmannaeyjar sem tekið var upp á árunum 1920-1960 og varðveitt er á Kvikmyndasafninu.
 Laugardaginn 29. desember s.l. var boðið upp á dagskrá þar sem myndbrot úr safni Kvikmyndasafnsins voru sýnd og samstarfsverkefnið kynnt. Fullt var út úr dyrum í Pálssal Sagnheima og greinilegt að mikill áhugi er á efninu.