laugardaginn 28. desember kl. 13

Þér er boðið í bíó í Einarsstofu

23.12.2013
 Á Safnahelgi var sýndur um hálftíma bútur af myndinni Úr Eyjum sem Sveinn Ársælsson og Friðrik Jesson tóku upp að mestu, en Vilhjálmur Knudsen setti saman árið 1969.
Laugardaginn 28. desember kl. 13 munum við sýna myndina í heild sinni, sem tekur um 90 mínútur. 
 Myndin er einstök heimild um Vestmannaeyjar fyrir og upp úr miðri 20. öld. Í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands er nú unnið að því að nafngreina alla þá einstaklinga sem ber fyrir í myninni og hér gefst kærkomið tækifæri til að sjá hvort vini eða venslamenn ber þar fyrir augu. 
Boðið er upp á kaffi og spjall eftir sýningu.
 
Vinir Árna Árnasonar símritara.