Nóg um að vera í Einarsstofu

21.11.2013
Í dag er síðasti séns að skoða sýningu á myndum Róberts Sigurmundssonar í Einarsstofu því á morgun, föstudaginn 22.nóvember, munu nemendur í myndlistaskóla Steinunnar setja þar upp sýningu.
 
Um er að ræða sýningu tæplega 30 nemenda sem er afrakstur síðustu námskeiða skólans. Verkin sem sýnd verða eru teikningar, vatnslitir og olía og listamennirnir eru á aldrinum 10 ára til fullþroska.
Sýningin stendur í rétta viku, til fimmtudagsins 28. nóvember en þá tekur við sýning á listaverkum Steinunnar. Sýning hennar verður auglýst síðar.
 
Allir eru hjartanlega velkomnir til að fagna ungum og ungum í anda sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni.
 
Sýningin er á vegum Listvina Safnahúss.