Surtsey 50 ára
14.11.2013Vestmannaeyjabær býður í kaffi og tertu í Surtseyjarstofu kl. 16:00 fimmtudaginn 14. nóvember.
Ljósmyndir frá Surtsey: Sigurgeir Jónasson og Hjálmar R. Bárðarson.
Flutt verða stutt ávörp í tilefni dagsins.
-Lovísa Ásbjörnsdóttir frá Náttúrufræðistofnun segir frá stöðu rannsókna í Surtsey.
-Elliði Vignisson bæjarstjóri - Surtsey 50 ára.
Nemendur og kennarar úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja flytja tónlist.
Eftir móttökuna leiðir Ingvar Atli Sigurðsson jarðfræðingur göngu frá Surtseyjarskiltinu á Breiðabakka, þar sem hann fer yfir sögu eyjunnar.
Allir Velkomnir!!
Umhverfisstofnun býður bæjarbúum að koma og skoða Surtseyjarsýninguna laugardaginn 16. nóvember milli kl. 13:00 og 16:00. Frítt inn í tilefni afmælisins.