Safnahúsið fagnar 50 ára afmæli Surtseyjar

14.11.2013
Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að skipverjar á Ísleifi VE komu auga á neðansjávargos verður ýmislegt um að vera í Safnahúsi.
 Í miðrými má sjá myndir Sæmundar Ingólfssonar en hann var yfirvélstjóri á varðskipinu Alberti og myndaði upphafsstundir Surtseyjargossins. Þar má einnig lesa sögu Sæmundar m.a. um vandræði við að koma fyrstu myndunum af eyjunni í Morgunblaðið laugardaginn 16. nóvember.
Í Sagnheimum - Byggðasafni verður sýnd mynd Páls Steingrímssonar Sköpun og þróun lands á opnunartíma safnsins út nóvember.