Velheppnaðri Safnahelgi lokið

07.11.2013
 Dagskrá Safnahelgarinnar var vel sótt og hlutu allir viðburðirnir góða dóma gestanna.
Að venju var nóg um að vera í Safnahúsinu en þar voru opnaðar 3 sýningar í Einarsstofu, Týnda fólkið, myndlistasýning á verkum Sveins Björnssonar og ljósmyndir og ljósmyndavélar úr fórum Friðriks Jessonar.
 
Í Sagnheimum - Byggðasafni var sýnt sýnishorn úr kvikmyndinni "Úr Eyjum",  opnuð var heimasíða á Heimaslóð sem helguð er Árna símritara. Guðmundur Andri Thorsson las upp úr nýrri bók sinni og haldinn var skemmtilegur fyrirlestur um ferðir í Eldey.  
 
Í Bátasafni Þórðar Rafns las Edda Andrésdóttir úr bókinni "Til Eyja" 
Umfjöllun Eyjafrétta. og þar var einnig slegið á létta strengi. Umfjöllun Eyjafrétta
 
Í Sæheimum flutti Karl Gauti skemmtilegan fyrirlestur um halastjörnur.
 
Í Flugstöðvarbyggingunni voru ljósmyndarar úr ljósmyndaklúbbi Vestmannaeyja með sýningu undir yfirskriftinni "Fólk". Að því tilefni var einn meðlimur hópsins maður vikunnar að þessu sinni í Eyjafréttum. 
 
Árlegir styrktarfélagstónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja heppnuðust vel að vanda.
 
Í Agóges voru Marlene Dietrich tónleikar Hrundar Óskar og Pálma.