Risabókamarkaðu, bíó, sýningar og kaffi í Safnahúsinu

31.10.2013
 
Heilmikil dagskrá í teilefni af Safnahelgi verður í Safnahúsinu um helgina. Risabókamarkaður, sýning á verkum Sveins Björnssonar, sýning Skjalasafnsins á skjölum kvenna, sýnishorn úr kvikmyndinnni "Úr Eyjum", Egill Helgason fjallar um jólabókablóðið og Guðmundur Andri les úr nýjustu bók sinni. Á laugardagskvöldið verður sagan "Eyjapeyjar í Eldey 1971 og 1982" sögð í máli og myndum.  
Föstudagurinn 1.nóvember
Kl. 12:00 Opnun risa-bókamarkaðar sem stendur út nóvember. Allar bækur á 100 kr. og nýjar bækur munu bætast við alla virka daga.
 
Laugardagurinn 2. nóvember
Kl. 11:00-16:00 verður opið á Bókasafninu.
 
Kl. 13:00 Einarsstofa.
"Gull úr fórum bæjarbúa." Opnun á sýningu á verkum Sveins Björnssonar í einkaeigu. Erlendur Sveinsson, sonur Sveins, segir frá listamanninum. Þá mun Kristján Egilsson segja stuttlega frá sýningu á ljósmyndum og -vélum Friðriks Jessonar í tilefni af sýningu myndarinnar "Úr Eyjum". Jóna Björg Guðmundsdóttir opnar sýningu Skjalasafnsins á skjölum kvenna.
 
Kl. 13:30 Sagnheimar.  
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands fjallar um myndefni í safninu er tengist Vestmannaeyjum og kynnir samstarf um skráningu á þeim einstaklingum sem bregður fyrir í myndum. Sýnd verður um 30 mín. samantekt úr heimildamyndinni "Úr Eyjum". Þá mun Katrín Gunnarsdóttir, barnabarn Árna símritara, opna sérvef á Heimaslóð þar sem öll varðveitt ritverk Árna verður aðgengileg. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í hléi.
 
Kl. 15:00 Sagnheimar.
Egill Helgason, þáttastjórnandi Kiljunnar, fjallar um jólabókaflóðið og Guðmundur Andri Thorsson les úr nýjustu bók sinni.
 
Kl. 20:00 Sagnheimar.
"Eyjapeyjar í Eldey 1971 og 1982, saga í myndum og máli." Ragnar Jónsson, Hörður Hilmisson og Henry Gränz segja frá. 
 
Þess verður gætt að dagskránni um daginn ljúki í tíma fyrir hina rómuðu styrktartónleika Lúðrasveitarinnar og um kvöldið fyrir Marlene tónleikana í Akóges
 
Dagskrá Safnahelgarinnar í Safnahúsinu er unnin af Áhugahóp um útgáfu á verkum Árna Árnasonar símritara og starfsfólki Safnahúss.