Safnahelgin 31. október - 3. nóvember

24.10.2013
Dagskrá Safnahelgarinnar 2013 í Vestmannaeyjum er mjög metnaðarfull og fjölbreytileg.
 
 
 
Opnunartímar:
Sagnheimar og Sæheimar
Laugardag og sunnudag 13:00-16:00
Bátasafn Þórðar Rafns v/Flatir
Laugardag 13:00-16:00
Bókasafn
Laugardag 11:00-16:00
Surtseyjarstofa
Laugardag 13:00-16:00
Alþýðuhús myndlistarsýning
Laugardag og sunnudag 13:00-16:00
Vestmannaeyjaflugvöllur ljósmyndasýning
Laugardag og sunnudag 10:00-18:00
 
Fimmtudagurinn 31.október
Kl. 17:00 í Alþýðuhúsinu:
"Íslensku þjóðsögurnar" Myndlistarsýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja
Kl. 18:00 í Flugstöðinni:
"Fólk" Ljósmyndasýning félaga úr ljósmyndaklúbbi Vestmannaeyja. 
 
Föstudagurinn 1. nóvember 
Kl. 17:00 í Stafkirkjunni:
Formleg opnun. Forsvarsmenn Fornritafélagsins kynna stuttlega 5 binda ritverk um sögu Noregskonunga en síðasta bindið kom út í október sl. Balasz og Kitty ásamt Sólveigu Unni Ragnarsdóttur flytja tónlist.
Kl. 20:00 á Bátasafni Þórðar Rafns við Flatir
Edda Andrésdóttir les úr nýrri bók sinni "Til Eyja"
Kl. 21:00 á Vinaminni kaffihúsi:
Davíð, Siggi og Árný, Dr. Gústi, Helga, Arnór og fleiri leika og syngja.
 
Laugardagurinn 2. nóvember
Í Safnahúsi:
"Týnda fólkið" Konur í einkaskjalasöfnum, þ.á.m. lausamennskubréf vinnukvenna sem að fengu sig lausar úr vistarböndum um aldamótin 1900. Framlag Héraðsskjalasafnsins til Norræna skjaladagsins.
Friðrik Jesson. Sýning á ljósmyndum og sljósmyndavélum úr fórum hans í tilefni af sýningu myndarinnar "Úr Eyjum".
Kl. 13:00 í Einarsstofu:
Erlendur Sveinsson opnar myndlistarsýningu föður síns, Sveins Björnssonar.
Kl. 13:30 í Sagnheimum:
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands fjallar um myndefni í Kvikmyndasafninu sem tengist Eyjum og sýnir um 30 mínútna bút úr myndinni "Úr Eyjum" frá 1969. Einnig verður opnuð síða á Heimaslóð sem helguð er Árna símritara.
Kl. 14:30 í Sagnheimum:
Kaffi og meðlæti.
Kl. 15:00 Í Sagnheimum:
Egill Helgason þáttastjórnandi Kiljunnar fjallar um jólabókaflóðið m.m.
Guðmundur Andri Thorsson les úr nýrri bók sinni.
Kl. 16:00 í Betel
Styrktarfélagstónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja
Kl. 20:00 í Safnahúsi/Sagnheimum:
Eyjapeyjar í Eldey 1971 og 1982, saga mí máli og myndum. Ragnar Jónsson, Hörður Hilmisson og Henry Gränz segja frá.
Kl. 21:00 í Akóges:
Marlene Dietrich - Hrund Ósk Árnadóttir og Pálmi Sigurhjartarson flytja valin lög sem þessi einstaka söngkona gerði fræg um miðja síðustu öld. Aðgöngumiðar seldir í Safnahúsi og við innganginn. Aðgangseyrir kr. 2.000.-
 
Sunnudagurinn 3. nóvember
Kl. 16:00 í Sæheimum:
Halastjörnur - Karl Gauti Hjaltason fræðir unga sem aldna um leyndardóma halastjarnanna.