Lestur er bestur - spjaldanna á milli

Bókasafnsdagurinn 9. september

05.09.2013
Á Bókasafni Vestmanneyja verður ýmislegt gert til hátíðabrigða í tilefni af Bókasafnsdeginum 2013
100 bestu handbækurnar
Hamingjan sanna
2 fyrir 1 á Bókamarkaðinum Boston
Hlusta.is
Föndrað úr gömlum bókum - pinterest
Að þessu sinni munu handbækur fá sérstaka athygli á Bókasafnsdeginum.
 
Á Bókasafninu verður veggspjald með þeim handbókum sem kosnar voru bestar handbóka auk þess sem þær bestu verða í áhersluhillunum hjá okkur alla vikuna.
 
Árið 2011 voru sýndir á Stöð2 þættirnir Hamingjan sanna en þeir eru byggðir á heimsþekktri metsölubók, Meiri hamingja eftir Dr. Tal Ben-Shahar. Þessir þættir verða sýndir á sjónvarpsskjá í Ingólfsstofu.
Kl. 10:00 1. þáttur - Góðar venjur
Kl. 11:00 2. þáttur - Þakklæti
Kl. 12:00 3. þáttur - Styrkleikar, merking og ánægja
Kl. 13:00 4. þáttur - Út fyrir þægindahringinn
Kl. 14:00 5. þáttur - Jákvæðar tilfinningar
Kl. 15:00 6. þáttur - Erfið reynsla
Kl. 16:00 7. þáttur - Heilindi og gildi
Kl. 17:00 8. þáttur - Að gera öðrum gott
 
Bókamarkaðurinn Boston býður 2 fyrir 1 af öllum bókum á markaðinum.
 
Starfsfólk safnsins er um þessar mundir að vinna að því að koma hljóðbókum af www.hlusta.is í útlán. Viðskiptavinir safnsins eru hvattir til að kynna sér úrvalið af hljóðbókum á hlusta.is og láta starfsfólk vita um þær bækur sem áhugi er fyrir.
 
Á veraldarvefnum má finna óteljandi hugmyndir af föndri úr bókum. Á Bókasafnsdaginn gefst viðskiptavinum okkur tækifæri til að fá hjá okkur "ónýtar" bækur til að föndra úr.