18. júlí kl. 12 - 13

Saga og súpa í Sagnheimum

16.07.2013
Í þessum mánuði eru 386 ár liðin frá því að 242 Vestmannaeyingar voru fluttir nauðugir til skips og áttu fyrir sér langa sjóleið til Alsír þar sem þeir voru seldir í þrældóm. Aðeins fáeinir komu til baka. Af þessu tilefni mun Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur flytja erindi í Sagnheimum, byggðasafni á morgun fimmtudaginn 18. júlí kl. 12-13
Erindið fjallar um barnabók hennar, Ránið. Bókin er skáldsa
ga fyrir börn sem byggist á Tyrkjaráninu 1627 og er eina bókin á íslensku sem sérstaklega er skrifuð fyrir börn um þetta efni. Gunnhildur á jafnframt tilbúið framhald bókarinnar sem hún mun kynna. Hún mun fjalla um með hvaða hætti hún tókst á við það verkefni að búa þennan hörmulega atburð í skáldsöguform fyrir börn og þá miklu heimildavinnu sem er að baki því að nýta raunverulega atburði í skáldskap.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Sögusetri 1627.