18. júlí kl. 12 - 13
Saga og súpa í Sagnheimum
16.07.2013Í þessum mánuði eru 386 ár liðin frá því að 242 Vestmannaeyingar voru fluttir nauðugir til skips og áttu fyrir sér langa sjóleið til Alsír þar sem þeir voru seldir í þrældóm. Aðeins fáeinir komu til baka. Af þessu tilefni mun Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur flytja erindi í Sagnheimum, byggðasafni á morgun fimmtudaginn 18. júlí kl. 12-13
Erindið fjallar um barnabók hennar, Ránið. Bókin er skáldsa
ga fyrir börn sem byggist á Tyrkjaráninu 1627 og er eina bókin á íslensku sem sérstaklega er skrifuð fyrir börn um þetta efni. Gunnhildur á jafnframt tilbúið framhald bókarinnar sem hún mun kynna. Hún mun fjalla um með hvaða hætti hún tókst á við það verkefni að búa þennan hörmulega atburð í skáldsöguform fyrir börn og þá miklu heimildavinnu sem er að baki því að nýta raunverulega atburði í skáldskap.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Sögusetri 1627.