Árni úr Eyjum - 100 ára minning

27.06.2013
 Á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu eins ástsælasta skálds Vestmannaeyinga, Árna Guðmundssonar betur þekktur sem Árni úr Eyjum
 Af því tilefni var slegið upp mikilli veislu í Safnahúsinu, í rými Sagnheima, sunnudaginn 23. júní s.l. Hafsteinn Guðfinnsson og barnabörn Árna og Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds fluttu lög Oddgeirs við ljóð Árna auk þess sem Hafsteinn minntist Árna með stuttri samantekt um ævi og örlög listamannsins, kennarans og bæjarfulltrúans. Afkomendur Árna færðu Safnahúsinu að gjöf handritasafn hans.