Í Einarsstofu
Gosmyndir yngri kynslóðarinnar
23.05.2013Í tilefni af því að nú eru 40 ár liðin frá því að eldgosið í Heimaey hófst og lauk bjóða Listvinir Safnahúss til óvenjulegrar myndlistarsýningar í Einarsstofu.
Sýningin er opin út mánuðinn á opnunartíma Bókasafnsins.
Í eigu bæjarins er málverk eftir Steinunni Einarsdóttur þar sem hún túlkar eldgosið eins og það birtist henni svo fjarri heimahögum, en hún bjó í Ástralíu á þeim tíma. Nemendur Bjarteyjar Gylfadóttur í 8. - 10. bekk í myndmennt við Grunnskóla Vestmannaeyja völdu myndina sem fyrirmynd að eigin sköpun eða túlkun á eldgosinu sem þau kynntust aldrei af eigin raun. Myndirnar eru frjáls túlkun unnar í akríl og vatnslitum, og eiga allar sammerkt að vera fyrstu spor ungrar kynslóðar á listabrautinni.