Alltaf nóg að gera í Safnahúsi

07.02.2013
Stjörnuskoðun, fræðsluerindi um Marsjeppann og Allir í bátana 1973
Sagnheimar – Byggðasafn og Facebooksíðan 1973 í bátana vinna saman saman að söfnun sagna úr Heimaeyjargosinu. Ingibergur Óskarsson stofnaði síðuna um miðjan janúar s.l. og bauð Helgu Hallbergsdóttur safnstjóra Sagnheima að vera í samstarfi með að halda utan um þær sögur sem til eru en Jóhanna Ýr Jónsdóttir byrjaði í raun að safna þessum sögum á goslokum 2010. Nú þegar er búið að staðsetja rúmlega 500 manns og því augljóst að betur má ef duga skal. Helga hvetur fólk til að hafa samband við hana í Sagnheimum og fá lista yfir þá sem nú þegar hafa skráð sig á farþegalista hvers báts ef það telur sig geta bætt einhverju þar við. Hún óskar einnig eftir hverskonar sögum úr gosinu og þeim má skila í Safnahúsið eða senda henni á tölvupóstfangið sagnheimar@sagnheimar.is
Safnahús – Einarsstofa. Fimmtudaginn 31.janúar s.l. flutti Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness fræðsluerindi um Marsjeppann Curiosity á vegum Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Eftir erindið fór Sævar með þá sem áhuga höfðu í Stjörnuskoðun.