Afmælisverkefni Visku

Afraksturinn af Húsin í hrauninu

31.01.2013
Miðvikudaginn 23. janúar, þegar 40 ár voru liðin frá upphafi eldgosins á Heimaey, var afrakstur námskeiðisins „Húsin í hrauninu“ afhentur með athöfn í Sagnheimum – Byggðasafni.
Verkefnið hófst í Safnahúsinu 6. október 2012 og var fólgið í öflun upplýsinga og skráningu eigenda og íbúasögu húseigna sem fóru undir hraun og ösku í eldgosinu á Heimaey 1973. Auk þess var fært inn byggingaár húsanna og kannað með bakgrunn húsanafna. Arnar Sigurmundsson hafði umsjón með verkefninu ásamt Þórunni Jónsdóttur en Arnar afhenti gögnin sem safnað var við athöfn í Safnahúsinu en afraksturinn mun fara inn á vefinn Heimaslóð http://heimaslod.is/index.php/Bygg%C3%B0in_undir_hrauninu
Liðlega 30 manns tóku þátt í verkefninu og voru vikulegir verkefnafundir á miðvikudagskvöldum auk mikillar vinnu við öflun upplýsinga.
Hér má sjá umfjöllun Eyjafrétta um verkefnið.