og dagskrá þakkagjörðarhátíðar
Ný bók um gosið í Heimaey
17.01.2013Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey þann 23.janúar n.k. gefur bókaútgáfan Hólar út bókina „Undir hraun“ endurminningar Sigga á Háeyri. Í bókinni er fjallað um gosið á annan hátt en áður hefur verið gert. Þar er dregin upp raunsæ og mannleg mynd í máli og myndum.
Dagskrá þakkagjörðarhátíðarinar 23. janúar 2013:
Kl. 13.00 Akóges
Fjöltefli – Helgi Ólafsson stórmeistari teflir við börn og fullorðna. Áhorfendur eru að sjálfsögðu velkomnir. Verðlaun verða veitt fyrir góða frammistöðu.
Kl. 15.00 Við Skansinn/Gjábakkalund.
Afhjúpun á nýju skilti í tilefni af 80 ára afmæli Sjóveitunnar.
Kl 16.00 Eymundsson
„Undir hraun“ bók Sigurðar Guðmundssonar „Sigga á Háeyri“
Sigurgeir Jónsson les úr bókinni, sem kemur út í tilefni tímamótanna.
Kl. 17.00 Sagnheimar - Byggðasafn
Gosið, flóttinn og flutningar frá Eyjum. - Opnun á sýningu ljósmynda frá gosárinu.
Afhending afraksturs af Visku námskeiðinu „Húsin í hrauninu“ inn á Heimaslod.is
Frá skjalasafni verða til sýnis hin ýmsu gögn og skjöl sem tengjast gjöfum til Eyjamanna vegna náttúruhamfaranna.
Frá skjalasafni verða til sýnis hin ýmsu gögn og skjöl sem tengjast gjöfum til Eyjamanna vegna náttúruhamfaranna.
Einnig verða til sýnis verkefni sem skólabörn hafa unnið í tilefni gosársins.
Sýningin í Sagnheimum verður opin frá 10.00-17.00 fimmtudag og föstudag. Laugardag og sunnudag frá 13. – 16.00
Kl. 18.45 komið saman í Landakirkju og safnaðarheimili.
Kl. 19.00 Blysför frá Landakirkju
Gengið verður niður Kirkjuveginn, að Básaskersbryggju og Herjólfi.
Þakkargjörðarathöfn - tónlist og ávörp. Biskup Íslands séra Agnes M. Sigurðardóttir fer með bæn.
Opið verður á veitingastöðum bæjarins fram eftir kvöldi.
Kl. 20.30 Í Vinaminni flytja Arnór, Helga og Davíð tónlist.
Óli Gränz og Árni Johnsen segja sögur frá upphafi gossins.
Kl. 21.00 – 23.00 Í Betel / gömlu höllinni. Þakkargjörðarhátíð.
Blítt og létt og fleiri koma fram.
Laugardagurinn 26. og sunnudagur 27. janúar
Bæjarleikhúsið
Kl. 15.00 „Eldeyjan“ heimildarmynd Ernst Kettlers, Páls Steingrímssonar og Ásgeirs Long
Kl. 17.00 „Ég lifi“ heimildarmynd Margrétar Jónasdóttur og Magnúsar Viðars Sigurðssonar
Vestmannaeyjabær og Goslokanefnd þakka Vestmannaeyjahöfn, Hitaveitu Suðurnesja og Eimskip aðkomu að dagskránni.