Sýning til heiðurs Jóni Björnssyni í Einarsstofu

19.09.2012
Föstudaginn 21. september verður Jón Björnsson fræðiritahöfundur borinn til grafar. Vert er að minnast Jóns í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem öll frumrit hans og aðdrættir eru þar varðveitt, verðmæti gjöf þeirra hjóna Jóns og Bryndísar Jónsdóttur, er kom í hús fyrir um tveimur árum. 
Til að minnast Jóns höfum við sett saman sýnishorn skipamynda er þekja vesturvegg Einarsstofu ásamt upplýsingum sem unnar eru úr höfuðverki hans, Íslenskum skipum, er út komu í 9 bindum á árunum 1990-1999. Bókin er heildstæðasta yfirlit sem til er yfir öll skip sem skráð hafa verið á Íslandi á árunum 1870-1998.
Sýningin verður uppi við næstu vikur.