Leitir!

16.11.2011
Leitarvefurinn www.leitir.is opnaður.
Katrín Jakobsdóttir ráðherra mennta- og menningamála opnaði nýjan leitarvef http://leitir.is á afmælisráðstefnu Landskerfis bókasafna 11.11.11. Um er að ræða leitarvef sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, tengdu stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi. Nafn vefgáttarinnar er sótt til þess viðburðar sem á sér stað á haustin í sveitum landsins er bændur halda til fjalla og smala saman búpeningi sínum. Þeir fara í leitir. Á vefnum leitir.is fara menn einnig í leitir og smala saman niðurstöðum. Það er margt sem þar kemur í leitirnar. Förum öll í leitir!